Styrkir
Umsókn um söfnunarbauk á KEFUmsókn um söfnunarbauk á KEF
Við höfum opnað fyrir umsóknir almannaheillasamtaka til að vera með söfnunarbauk á Keflavíkurflugvelli tímabilið 01.03.2025 til 28.02.2026. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n.k., dregið verður úr hópi umsækjanda þann 20. febrúar.
Styrktarumsóknir
Við höfum ávallt lagt metnað okkar í að láta gott af okkur leiða og veitt styrki til ýmissa málefna. Lagt áherslu á að styrkja verkefni sem stuðla að sjálfbærni og þróun í umhverfis-, félags-, góðgerðar- og menningarmálum, en þessi mál endurspegla gildi okkar og áherslur í samfélagslegri ábyrgð. Við minnum á að ekki eru veittir styrkir til einstaklinga eða hópa til náms eða íþrótta, né til verkefna sem tengjast pólitískum ágreiningsefnum.
Vegna aukins fjölda umsókna höfum við ákveðið að loka tímabundið fyrir móttöku nýrra umsókna. Ekki er tekið við umsóknum um styrki að svo stöddu, þetta á við um samfélagssjóðinn, almenna styrkumsókn - lógó og styrktarlínur.