Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Gjaldskrá flugverndar

Hér má finna núverandi gjaldskrá fyrir þjónustu og verkefni flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Gjaldskráin tekur til þeirra þjónustuliða sem falla utan almennra reglugerða um flugvallargjöld eða lögbundinna verkefna Keflavíkurflugvallar. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast sendið fyrirspurnir á netfangið [email protected].

Athugið að öll verð eru án virðisaukaskatts og birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Gjaldskrá þessi er í gildi frá og með 1. janúar 2024

Aðstoð flugverndarstarfsmanns

  • Flugverndarstarfsmaður – 7.900,‐
  • Flugverndarstarfsmaður á bíl – 12.800,‐
  • Ökutæki flugverndar – 4.900,‐
  • Útkall flugverndarstarfsmanns – 31.600,‐

* lágmarksgjald vegna aðstoðar flugverndarstarfsmanns er 1 klst.

Gegnumlýsingarbíll

  • Gegnumlýsingarbíll – klst.gjald 7.900,‐
  • Gegnumlýsingarbíl – akstur til RVK (fast) 25.000,‐

* lágmarksgjald vegna aðstoðar flugverndarstarfsmanns er 1 klst.

Aðgangsheimild

  • Aðgangsheimild einstakings – 9.900,‐
  • Aðgangsheimild ökutækis – 9.900,‐
  • Skilagjald aðgangsheimilda sem ekki er skilað – 9.900,‐

* sama gjald er fyrir endurnýjun á aðgangsheimild, hvort sem er vegna endurnýjunar, glataðrar aðgangsheimildar eða skemmdrar aðgangsheimildar.
**gjald er innheimt ef aðgangsheimild einstaklings eða ökutækis er ekki skilað, hvort sem aðgangsheimild er útrunninn, glötuð eða skemmd – gjald er einnig innheimt ef aðgangsheimild er ekki skilað ef Passaútgáfa Isavia hefur óskað eftir því.

Önnur gjöld

  • Búnaður sem lánaður er út (skilagjald) – 10.000,‐
  • Vanskilagjald á bráðabirgðaheimild frá eftirliti – 10.000,‐
  • Bakgrunnsathugun lögreglu 10.000,- hver umsókn allt að 5 ár

* búnaður getur verið blikkljós (sem skylt er að nota á ökutækjum á flughlaði), merkingar á ökutæki (sem skylt er að nota á ökutækjum á flughlaði, sem og annar búnaður sem Flugverndardeild hefur heimild til að lána út).

Skilgreiningar gjaldaliða

Aðgangspassi - einstaklingur
Kort gefið út af Passaútgáfu sem veitir einstaklingi aðgangsheimild að haftasvæði og öðrum aðgangsstýrðum svæðum sem tilgreind eru á aðgangskortinu. Á kortinu kemur m.a. fram nafn einstaklings, gildistíma, tegund aðgangs og nafn fyrirtækis.

Aðgangspassi - ökutæki
Kort gefið út af Passaútgáfu, sem veitir ökutæki aðgangsheimild inn á haftasvæði eða önnur aðgangsstýrð svæði. Á kortinu kemur m.a. fram skráningarnúmer ökutækis og gildistími heimildar.

Bakgrunnsathugun lögreglu
Nánari skoðun á umsækjanda aðgangspassa. Jákvæð umsögn úr bakgrunnsathugun lögreglu er forsenda fyrir útgáfu aðgangspassa sem veitir aðgang að haftasvæðum 
Keflavíkurflugvallar.

Flugverndarfylgd, eftirlit og /eða aðstoð flugverndarstarfsmanns
Flugverndardeildir flugvallarins bjóða upp á þjónustu sem snúa að eftirliti, fylgdum gesta og/eða varnings, skimun, handleit og/eða öðru sem kallar á sérþjálfun og þekkingu 
flugverndarstarfsmanns. Ávallt er tekið tímagjald fyrir slík verkefni, nema samið sé sérstaklega um annað.

Flugverndarbifreið
Bifreið á vegum Flugverndar sem þörf er á við eftirlit eða aðstoð inn á haftasvæði Flugvallar.

Gegnumlýsingarbifreið
Sérútbúin bifreið með gegnumlýsingarbúnað til skimunar fyrir hættulegum og/eða bönnuðum hlutum.