Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Bílastæði - upplýsingar fyrir farþega PLAY

Upplýsingar fyrir þá farþega sem hafa orðið fyrir áhrifum rekstrarstöðvunar PLAY og eiga bókað bílastæði við Keflavíkurflugvöll.

Fyr­ir far­þega stadda er­lend­is

Margir ferðalangar sitja nú fastir erlendis vegna rekstrarstöðvunar flugfélagsins Play. Þetta hefur einnig möguleg áhrif á bílastæðabókun þína þar sem heimkoma þín verður hugsanlega seinni en plön gerðu ráð fyrir. Við viljum því upplýsa þig um stöðu mála.

  • Ekki er hægt að breyta bókun eftir að innkeyrsla hefur átt sér stað.
  • Eftir að bókunartímabili lýkur, tekur við gjaldskrá KEF Parking. Hana má finna hér.
  • Að venju minnum við á að klára að greiða innan 48 klst. eftir að útkeyrsla á sér stað, hægt er að greiða á netinu hér, með því að slá inn bílnúmer ökutækis.

Ef þú ert með bókun á Úrvalsstæðum okkar biðjum við þig um að hafa samband með því að senda okkur breyttan heimferðartíma.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband með því að senda okkur erindi hér.

Fyr­ir far­þega sem eft­ir eiga að fara til út­landa og eiga bók­un

Í ljósi rekstrarstöðvunar Play viljum við minna á að auðvelt er að gera breytingar á bílastæðabókun þinni ef breytingar hafa átt sér stað á ferðaplönum þínum.

  • Þú getur afbókað eða breytt bókun inn á „breyta bókun“ flipanum sem finna má hér.
  • Athugið að afbókun þarf að hafa átt sér stað áður en bókunartími hefst.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við okkur hér.