Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Fyrir þægilegra ferðalagFyr­ir þægi­legra ferða­lag

Okkar markmið er að gera ferðalagið þitt þægilegt og auðvelt en við vitum að sumum finnst stressandi að fara í gegnum öryggisleitina. Hér að neðan eru leiðir til að gera leitina þægilegri. Þú finnur öryggisleitina á 2. hæð í flugstöðinni. 

Fyrir öryggisleit:

  • Brottfaraspjald: Byrjaðu á því að skanna brottfaraspjaldið þitt fyrir framan öryggisleitina.
  • Þekktu reglurnar: Kynntu þér helstu reglur öryggisleitar fyrir ferðalagið.
  • Undirbúningssvæði: Losaðu þig við óþarfa vökva eða hluti sem má ekki taka með í gegnum öryggisleitina. Þar má einnig finna plastpoka fyrir vökva sem þú ætlar að taka með þér í gegnum öryggisleitina. 
  • Oddhvassir hlutir bannaðir.

Við öryggisleit:

Farþegar bera ábyrgð á eigum sínum. Gakktu úr skugga um að hlutir passi í bakkann. Ef ekki, skaltu nota annan.

Hvað má hafa með í handfarangri? 

Vökvi:

  • Að hámarki 100 ml per einingu. 
  • Allur vökvi verður að vera í glærum lokuðum poka. 
  • Heildarmagnið í pokanum þarf að vera undir 1 lítra. 
  • Pokinn með vökva á að fara úr handfarangurstöskunni og í bakkann. 

  Raftæki:

  • Fartölvur, símar, spjaldtölvur, snjallúr og önnur stærri raftæki fara í bakka sem er svo skannaður.  
  • Rafsígarettur fara í handfarangurstöskuna (ekki í innritaðan farangur).  

Persónulegir munir :

  • Yfirhöfn, belti og ýmsir munir í vösum eiga að fara í þar til gerðan bakka sem er skannaður.
  • Mögulega þarftu að fara úr skónum til að komast í gegnum öryggisleitina.  

Allur innritaður farangur fer í gegnum röntgenskoðun.

Ef nauðsyn krefur, gæti þurft að opna töskur til frekari skoðunar. Pakkaðu farangrinum þínum vandlega til að auðvelda skoðun og koma í veg fyrir að innihald detti út. Ekki er tekin ábyrgð á hlutum sem falla úr farangri við þessar aðstæður.

Bannaðir hlutir og meðhöndlun þeirra:

Ef bannaðir hlutir eða aðrir hlutir sem ekki má hafa meðferðis finnast í handfarangri er þér gefinn kostur á að innrita hlutina svo framarlega sem þeir mega fara í flug.

  • Aðstaða til að geyma bannaða hluti er ekki fyrir hendi á Keflavíkurflugvelli. 

 Eftir öryggisleit: 

  • Tollfrjáls kaup: Það er nóg úrval af verslunum og veitingastöðum í KEF þar sem er hægt að gera góð kaup á betra verði.  
  • Tengiflug: Ef þú ert á leiðinni í tengiflug með vökva sem þú verslaðir í KEF er mikilvægt að setja vökvann í lokaðan poka með kvittun. Ekki opna pokann fyrr en komið er á áfangastað. 

 

Algengar spurningar