Saga Lounge
Slakaðu á fyrir brottför

Njóttu þín í rólegu, rúmgóðu og huggulegu umhverfi. Hönnun setustofunnar sækir innblástur í íslenska náttúru og hún býður upp á gott útsýni yfir næsta nágrenni.
Saga Lounge setustofan er opin alla daga milli 05:00 og 17:00.
Ertu ekki viss með hvort þú eða ferðafélagi hefur aðgang að setustofunni? Skoðaðu reglur um aðgang.
Hvers vegna að stoppa við í setustofunni?
Saga Lounge setustofun hefur upp á margt að bjóða:
- Gómsætt snarl
- Þráðlaust net án endurgjalds
- Skiptiaðstöðu og leikhorn fyrir börn
- Notalegan arineld
- Þægilega legubekki
- Sturtur (sápa og handklæði á staðnum)

Notalegt og afslappað umhverfi
Saga Lounge setustofan er fullkomið afdrep fyrir hvíld og slökun. Hér geta gestir hresst sig við fyrir ferðalagið, farið í sturtu og unnið að sínu í ró og friði.