Isavia leitar að metnaðarfullum leiðtoga í hlutverk deildarstjóra framkvæmdadeildar á Keflavíkurflugvelli. Viðkomandi mun stýra og bera ábyrgð á daglegum rekstri og fylgja eftir hönnun og framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli í samræmi við þarfir viðskiptavina með skilvirkni og hagkvæmi að leiðarljósi. Verkefnin eru unnin með innlendum og erlendum sérfræðingum. Viðkomandi þarf að hafa reynslu á hönnun og framkvæmdum og auk þess brennandi áhuga á að starfa í spennandi og síbreytilegu umhverfi á alþjóðaflugvelli.
Helstu verkefni:
- Ábyrgð á daglegri stjórnun deildar og samræming á verkefnum
- Skipulagning hönnunar og framkvæmdar þvert á verkefni
- Samskipti við haghafa
- Þátttaka í gerð langtímaáætlana, hönnunargagna og útboðsgagna
- Ábyrgð á gerð leiðbeininga, ferla og verklagsreglna sem snúa að hönnun og framkvæmd
- Önnur verkefni í samráði við forstöðumann og framkvæmdastjóra
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði verkfræði eða byggingatæknifræði
- Stjórnunarreynsla er kostur
- Reynsla af sambærilegu starfi við rekstur og viðhald bygginga og tæknikerfa
- Frumkvæði, þjónustulund, skipulögð vinnubrögð
- Framúrskarandi samskiptafærni
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
- Geta til að tjá sig faglega á ensku, í rituðu og mæltu máli
Starfsstöð: Keflavík
Umsóknarfrestur til og með 9. nóvember.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Páll Svavar Pálsson forstöðumaður Flugvallaþróunar og uppbyggingar [email protected]