Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Sérfræðingur í fræðslu og þjálfun

Viltu taka þátt í að móta framtíð fræðslu og þjálfunar hjá Isavia? Við leitum að kraftmiklum og skapandi sérfræðingi sem mun vinna náið með fræðslustjóra og teymi Isaviaskólans að skipulagningu og framkvæmd þjálfunar fyrir viðamikla starfsemi félagsins. Starfið er fjölbreytt og krefjandi en viðkomandi mun framleiða námsefni fyrir stofukennslu, verklega kennslu og stafrænt nám, skipuleggja námskeið og þróa þjálfunaráætlanir sem styðja við öfluga fræðslustefnu fyrirtækisins.

Helstu verkefni:

  • Gerð námsefnis fyrir stofu-, verklega- og stafræna kennslu
  • Gerð fræðslugreininga og þjálfunaráætlana
  • Skipulagning og umsjón með námskeiðum
  • Stuðningur við sérfræðinga félagsins við gerð námsefnis og skipulagningu þjálfunar

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af námsefnisgerð og skipulagningu námskeiða
  • Færni í textagerð og myndvinnslu
  • Reynsla af gerð stafræns fræðsluefnis er kostur
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
  • Lipurð í samskiptum og þjónustulund, frumkvæði og mikill drifkraftur

Starfsstöð er Keflavíkurflugvöllur og/eða Dalshraun, en mikilvægt er að það sé regluleg viðvera í KEF.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 9.janúar 2026.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Gerður Pétursdóttir, [email protected].

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um