Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Framtíðarstarf í Öryggisleit

Við leitum að þjónustulunduðum og glaðlyndum einstaklingum til að sinna öryggisleit við farþega á Keflavíkurflugvelli. Unnið er á vöktum samkvæmt óskavaktakerfi og um er að ræða framtíðarstörf í 80-100% starfshlutfalli. Allir sem hefja störf í Öryggisleit þurfa að standast námskeið í flugvernd þar sem hluti þess er á rafrænu formi en stór hluti er verklegt. 

Í Öryggisleit vinna að jafnaði 200 einstaklingar við skimun farþega og farangurs en þar fara í gegn allir farþegar á leið erlendis. Starfsfólk Öryggisleitar sinnir því mikilvæga hlutverki að þjónusta farþega og tryggja öryggi þeirra og ber því að fylgja lögum og reglugerðum í sínum störfum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Hreint sakavottorð
  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Færni og geta til að halda ró og starfa undir álagi
  • Framúrskarandi þjónustulund
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
  • Rétt litaskynjun
  • Aldurstakmark 20 ár

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar 2026. 

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristrún B. Hreinsdóttir teymisstjóri, í gegnum netfang [email protected]

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um