Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Sérfræðingur eldsneytis- og ofanvatnskerfa

Við óskum eftir að ráða sérfræðing í teymi Flugvallarinnviða í deild Eignastýringar. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur góða fagþekkingu á sviði vélrænna kerfa og/eða lagnakerfa. Við óskum eftir einstaklingi sem á auðvelt með að vinna í teymi er annt um umhverfið og vill styðja við sjálfbærnivegferð Isavia.

Sérfræðingur tilheyrir teymi eignastjóra Flugvallarinnviða. Sérfræðingur hefur umsjón með viðhaldi og uppbyggingu olíuskilja, ofanvatnskerfa, settjarna og eldsneytiskerfis, gerð viðhalds- og kostnaðaráætlana auk annarra tilfallandi verkefna sem honum er falið.

Helstu verkefni:

  • Rekstur og viðhald ofangreindra kerfa
  • Gerð og eftirfylgni viðhalds- og fjárfestingaáætlana
  • Skráning og utanumhald í eignastýringarkerfi
  • Innkaup, kostnaðareftirlit og gerð þjónustusamninga
  • Þátttaka í uppbyggingar- og framkvæmdaverkefnum
  • Greining, gagnavinnsla og samskipti við hagaðila, hönnuði, verktaka og birgja
  • Eftirfylgni og hlýtni reglugerða

Hæfniskröfur:

  • Tæknimenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af viðhaldi, rekstri eða hönnun ofangreindra kerfa er kostur
  • Þekking og reynsla á umhverfismálum er kostur
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli
  • Ökuréttindi í B-flokki

Við leitum að einstaklingi sem:

  • Er lausnamiðaður, skipulagður og býr yfir góðri samskiptahæfni
  • Nýtur þess að vinna sjálfstætt, sýnir frumkvæði og hefur jákvætt viðhorf

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift , rútuferðir milli höfuðborgarsvæðis og KEF ásamt því að allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 20.janúar 2026.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Erla Einarsdóttir, í gegnum netfang [email protected].

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um