Farþega- og ferðamannaspá
Um farþegaspána
Farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir 2025 byggir á greiningum og mati á þáttum sem hafa áhrif á eftirspurn farþega eftir flugi til og frá flugvellinum. Spáin er unnin út frá upplýsingum um afgreiðslutíma sem flugfélög hafa tryggt sér og upplýsingum úr kerfum Keflavíkurflugvallar til viðbótar við fréttir af áformum flugfélaga.
Farþegatölur eru settar fram í þremur liðum og snúa að brottförum og komum farþega og svo tengifarþegum. Brottfararfarþegar eru þau sem fljúga frá flugvellinum eftir dvöl á Íslandi. Komufarþegar eru þau sem koma til dvalar á Íslandi. Tengifarþegar eru þau sem nýta KEF sem tengistöð, þ.e. koma með einu flugi til flugvallarins og skipta yfir í annað flug án þess að koma inn í landið og eru taldir bæði við komu og brottför.