Opið fyrir umsóknir um söfnunarbauk
Keflavíkurflugvöllur vill láta gott af sér leiða og hafa verið settir upp sex söfnunarbaukar fyrir almannaheillasamtök í flugstöðinni. Búið er að opna fyrir umsóknir um söfnunarbauk í flugstöðinni og er umsóknarfrestur til og með 13. febrúar 2026.
Lögð er áhersla á jafnt aðgengi almannaheillasamtaka að flugstöðinni til fjáröflunar fyrir góð málefni. Dregið verður úr hópi umsækjenda handahófskennt þann 20. febrúar 2026. Þau félög sem eru dregin út fá úthlutað söfnunarbauk fyrir tímabilið 1. mars 2026 – 28. febrúar 2027 eða til eins árs.
Keflavíkurflugvöllur útvegar félögunum söfnunarbauk og úthlutar staðsetningu í flugstöðinni. Söfnunarbaukarnir eru staðsettir á fjölförnum stöðum í flugstöðinni svo að félögin geti notið góðs af fjárframlögum gesta sem um þar fara.
Til að gæta jafnræðis meðal samtaka geta þau félög sem fá úthlutað söfnunarbauk ekki sótt um í næstu úthlutun þar á eftir svo að önnur félög komist einnig að. Úthlutað er á hverju ári söfnunarbaukum til mismunandi almannaheillasamtaka.
Keflavíkurflugvöllur er í stöðugri þróun sem miðar að því að bæta aðstöðu á flugvellinum og veita gestum enn betri upplifun. Mikill fjöldi gesta leggur leið sína um flugvöllinn en að meðaltali fara um 22 þúsund gestir daglega um völlinn.
Sótt er um söfnunarbauk á heimasíðu Keflavíkurflugvallar fyrir úthlutun árið 2026-2027.