Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Með skýrri stefnu gerast töfrarMeð skýrri stefnu ger­ast töfrar

Við leggjum áherslu á að samfélagsábyrgð sé samþætt stefnu og starfsemi félagsins. Með sjálfbærni að leiðarljósi verður Keflavíkurflugvöllur betur búinn undir framtíðina. Markmið okkar er að gera flugvöllinn samkeppnishæfari með því að lágmarka umhverfisáhrif, skapa virði fyrir samfélagið og tryggja aukna hagkvæmni í rekstri.

Sjálf­bærnistefn­an

Sjálfbærni er ein af sjö stefnuáherslum í stefnuhring Isavia og við leggjum áherslu að hún sé allt umlykjandi í starfsemi félagsins. Sjálfbærnistefna Isavia er ein af stuðningsstefnum félagsins og markmiðin, mælikvarðarnir og aðgerðaáætlunin sem henni fylgir styðja við það að félagið nái árangri í sjálfbærni. Um leið erum við að vinna í átt að framtíðarsýn Isavia að tengja heiminn í gegnum Ísland sem birtist í stefnuhringnum og tilgang um að auka lífsgæði og velsæld á Íslandi. Aðgerðaáætlun okkar má finna hér.

Sjálfbærnistefnan lýsir jafnvæginu á milli efnahags, umhverfis og samfélags. Hún skiptist upp í fjóra þætti sem skipta mestu máli fyrir okkur að leggja áherslu á miðað við heildarstefnuna og þá starfsemi sem félagið er í. Umhverfisþættinum hefur verið skipt upp og loftslagsmál verið sérstaklega dregin þar fram til þess að vekja athygli á mikilvægi þess að minnka kolefnisspor félagsins.

Fjórir lykilþættir sjálfbærnistefnunnar eru:

Auð­linda­nýt­ing

Við leggjum okkur fram um að vernda umhverfið og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif  af starfsemi okkar. Við leggjum áherslu á sjálfbær innkaup, góða nýtingu auðlinda, endurnýtingu, endurvinnslu og stuðlum þannig að hringrásarhagkerfi. Innviðir eru byggðir upp á sjálfbæran hátt og við lágmörkum umhverfisáhrif af framkvæmdum og rekstri til framtíðar.

Lífs­gæði

Við viljum vera til fyrirmyndar í sjálfbærni á Íslandi og vinnum markvisst að því. Við sýnum frumkvæði að því að auka sjálfbærni í öllu flugvallarsamfélaginu og vinnum markvisst með nærsamfélaginu með gagnkvæmri virðingu að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á gagnkvæma miðlun upplýsinga, þekkingar og reynslu. Með samvinnu náum við árangri.

Virð­is­sköp­un

Við byggjum upp sjálfbæran rekstur með því að skapa langtíma virðisauka og leggja þannig okkar að mörkum til hagkerfisins í heild sem er í samræmi við tilgang Isavia. Við tökum ákvarðanir af ábyrgð með sjálfbærni að leiðarljósi og vinnum að framþróun og stöðugum umbótum í sjálfbærni.

Lofts­lags­mál

Við stefnum að því að vera orðin kolefnislaust fyritækið árið 2030. Við náum þeim árangri með samstarfi, virkri vöktun á umhverfisþáttum, orkuskiptum og með kolefnisjöfnun eftir þörfum. Við gerum okkur grein fyrir áhættu vegna loftslagsbreytinga og erum með aðgerðir í stefnunni til að bregðast við þeim.

Helstu aðgerðir:

  • Skiptum út ökutækjum á Keflavíkurflugvelli fyrir umhverfisvænni orkugjafa fyrir lok árs 2030.
  • Drögum úr heildarkolefnisspori Keflavíkurflugvallar í samstarf við hagaðila.

Kolefnisspor KEF 2024 – Umfang, tonn CO2 ígildi 2024