
Með skýrri stefnu gerast töfrarMeð skýrri stefnu gerast töfrar
Við leggjum áherslu á að samfélagsábyrgð sé samþætt stefnu og starfsemi félagsins. Með sjálfbærni að leiðarljósi verður Keflavíkurflugvöllur betur búinn undir framtíðina. Markmið okkar er að gera flugvöllinn samkeppnishæfari með því að lágmarka umhverfisáhrif, skapa virði fyrir samfélagið og tryggja aukna hagkvæmni í rekstri.
Sjálfbærnistefnan
Sjálfbærni er ein af sjö stefnuáherslum í stefnuhring Isavia og við leggjum áherslu að hún sé allt umlykjandi í starfsemi félagsins. Sjálfbærnistefna Isavia er ein af stuðningsstefnum félagsins og markmiðin, mælikvarðarnir og aðgerðaáætlunin sem henni fylgir styðja við það að félagið nái árangri í sjálfbærni. Um leið erum við að vinna í átt að framtíðarsýn Isavia að tengja heiminn í gegnum Ísland sem birtist í stefnuhringnum og tilgang um að auka lífsgæði og velsæld á Íslandi. Aðgerðaáætlun okkar má finna hér.
Sjálfbærnistefnan lýsir jafnvæginu á milli efnahags, umhverfis og samfélags. Hún skiptist upp í fjóra þætti sem skipta mestu máli fyrir okkur að leggja áherslu á miðað við heildarstefnuna og þá starfsemi sem félagið er í. Umhverfisþættinum hefur verið skipt upp og loftslagsmál verið sérstaklega dregin þar fram til þess að vekja athygli á mikilvægi þess að minnka kolefnisspor félagsins.
Fjórir lykilþættir sjálfbærnistefnunnar eru:
Auðlindanýting
Við leggjum okkur fram um að vernda umhverfið og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfsemi okkar. Við leggjum áherslu á sjálfbær innkaup, góða nýtingu auðlinda, endurnýtingu, endurvinnslu og stuðlum þannig að hringrásarhagkerfi. Innviðir eru byggðir upp á sjálfbæran hátt og við lágmörkum umhverfisáhrif af framkvæmdum og rekstri til framtíðar.
Við erum meðvituð um mikilvægi þess að varðveita ferskleika og hreinleika grunnvatns í nærumhverfinu. Við gerum reglulegar grunnvatnsrannsóknir á Keflavíkurflugvelli í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.
Á Keflavíkurflugvelli eru notuð hálkuvarnarefni, bæði í fljótandi og föstu formi á flugbrautir, akbrautir og flughlöð, til þess að auka öryggi og draga úr áhrifum hálku á rekstur. Um er að ræða svokölluð formíatsölt en þau eru vottuð með umhverfismerkjunum Bláa englinum og Svaninum, eru lífbrjótanleg og hafa lítil eitrunaráhrif á vatnsbúskap.
Við vinnum stöðugt að því að fella endurnýtingu og endurvinnslu enn betur inn í hringrásarhagkerfi Isavia því umhverfisáhrif óflokkaðs sorps eru töluverð og því mikilvægt að draga úr myndun þess. Stærstur hluti óflokkaðs sorps frá samstæðunni er sendur erlendis í orkunýtingu. Spilliefni eru flokkuð sér á öllum starfsstöðvum, lögum samkvæmt. Frá árinu 2022 hefur matarsóun verið mæld í mötuneyti starfsfólks okkar í KEF og er það liður í betri nýtingu matvæla.
Flugvallastæði hvers flugvallar er mismunandi og ólíkt hvað varðar fjölbreytileika dýralífs og gróðurfars. Mikilvægur hluti af rekstri flugvalla er að stunda aðgerðir sem leiða til minni hættu fyrir flugfarþega og minnka líkurnar á árekstri dýrs og flugvélar. Það er gert með því að stunda fælingar og halda dýrum frá flugvallasvæðinu t.d. með búsvæðastjórnun.
Vel er fylgst með þróun á dýralífi innan flugvallasvæða og skráningar á villtum dýrum hafa verið stundaðar árum saman, þó er ásókn villtra dýra mjög mismunandi eftir flugvöllum. Aðallega er um að ræða fugla en þó má sjá dæmi um að fæla hafi þurft hreindýr, tófu og kanínu af flugvallasvæði.
Á KEF er ekki að finna verndað svæði eða friðlýstar fornminjar. Eina villta landdýrið á og við flugvöllinn er refur en undanfarin ár hefur honum fækkað verulega á svæðinu og allt að því undantekning að til hans sjáist. Langstærstur hluti fugla við flugvallasvæðið eru farfuglar, þó má segja að rjúpa hafi fasta viðveru við völlinn, þó í litlum mæli.
Lífsgæði
Við viljum vera til fyrirmyndar í sjálfbærni á Íslandi og vinnum markvisst að því. Við sýnum frumkvæði að því að auka sjálfbærni í öllu flugvallarsamfélaginu og vinnum markvisst með nærsamfélaginu með gagnkvæmri virðingu að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á gagnkvæma miðlun upplýsinga, þekkingar og reynslu. Með samvinnu náum við árangri.
Við leggjum áherslu á víðtækt samráð við hagaðila sem treysta á þjónustu félagsins og þau sem verða fyrir áhrifum starfseminnar. Áhersla er á náiðnu samstarfi við flugafgreiðsluaðila, flugfélög og rekstraraðila á Keflavíkurflugvelli.
Samstarfsverkefni:
- Suðurnesjavettvangur: Samstarfsverkefni sveitarfélaga á Suðurnesjum, Kadeco og Isavia, eflir atvinnulíf og styrkir innviði í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Markmið vettvangsins er að efla atvinnulíf og styrkja innviði með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun en árangur á sviði sjálfbærni felst m.a í samstöðu og samvinnu um grundvallaratriði sem snúa að nærsamfélaginu.
Global Compact sáttmáli:
Isavia hefur verið aðili frá 2016 að Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna en með þátttöku skuldbindur félagið sig til þess að stefna og starfshættir séu í samræmi við tíu meginreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vinnumál, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu. Félagið skuldbindur sig jafnframt til að taka þátt í verkefnum sem styðja við þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og birtir opinberlega upplýsingar um samfélagsábyrgð félagsins í ársskýrslu félagsins.
Samstæðan gefur út ársskýrslu samkvæmt Global Reporting Initiative (GRI) ásamt sérákvæðum GRI-G4 um flugvelli. Markmið með útgáfu ársskýrslunnar er að sýna gagnsæi og gefa dýpri mynd af starfsemi Isavia og áhrifum þess á samfélagið. Með útgáfu skýrslunnar leitast félagið við að varpa ljósi á bæði þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir og líka þeim árangri sem náðst hefur. Hægt er að kynna sér ársskýrslur félagsins hér.
Flugstarfsemi getur skapað hljóðmengun og við erum meðvituð um að reyna að lágmarka hana eins og kostur er og upplýsa nærsamfélagið um hljóðvistina í kringum Keflavíkurflugvöll.
Á síðustu árum höfum við unnið að mótvægisaðgerðum vegna þess ónæðis sem íbúar í nærumhverfi Keflavíkurflugvallar geta orðið fyrir. Þar á meðal má nefna innleiðingu nýrra flugferla og breytta notkun flugbrauta sem er framfylgt að teknu tilliti til öryggis- og umhverfisþátta, t.d. vinds og brautarskilyrða.
Við vöktum hljóðvist vegna flughreyfinga á Keflavíkurflugvelli allan ársins hring og eru hljóðmælar staðsettir á fjórum álagsstöðum í nærumhverfi vallarins. Þeir staðsettir ofan við Eyjabyggð í Keflavík, á dælustöð HS Veita, við Grænásveg 14 og við Háaleitisskóla. Auk þess var keyptur færanlegur mælir þannig að hægt sé að mæla á öðrum stöðum t.d. ef ábendingar berast frá ákveðnum svæðum í bænum eða í bæjarfélögum sem eru fjær flugvellinum en Reykjanesbær. Smelltu hér til að opna hljóðmælingakerfið.
Í kerfinu geta íbúar, hagaðilar og starfsfólk fylgst með flughreyfingum við völlinn og hljóðmælingum tengdum þeim. Hægt er að tilkynna ónæði vegna einstakra flughreyfinga í gegnum kerfið. Smelltu hér til að senda inn tilkynningu um ónæði (hávaðatilkynningu).
Virðissköpun
Við byggjum upp sjálfbæran rekstur með því að skapa langtíma virðisauka og leggja þannig okkar að mörkum til hagkerfisins í heild sem er í samræmi við tilgang Isavia. Við tökum ákvarðanir af ábyrgð með sjálfbærni að leiðarljósi og vinnum að framþróun og stöðugum umbótum í sjálfbærni.
Keflavíkurflugvöllur er stærsta gáttin fyrir flugfélög og farþega inn í landið sem skapar virði ekki bara fyrir ferðaþjónustu á Íslandi heldur fyrir landið allt með aukinni velsæld og lífsgæðum.
Við leggjum til auðlindir í starfsemi okkar sem í gegnum rekstur félagsins skapar virði fyrir mismunandi hagaðila. Það getur verið í formi viðskiptatækifæra, aukinna atvinnutækifæra, skattatekna, fjölbreytileika, menningar og miðlun þekkingar.
Við erum meðvituð um að rekstur flugvalla hefur neikvæð áhrif á samfélag og umhverfi, þar hefur kolefnisspor mestu áhrifin og því vinnum við eftir metnaðarfullri aðgerðaáætlun í sjálfbærni þar sem markmiðið er að Keflavíkurflugvöllur verði orðinn kolefnislaus árið 2030.
Í samvinnu við breskt fyrirtæki höfum við látið meta samfélagslegt virði, bæði jákvætt og neikvætt virði, af starfsemi Keflavíkurflugvallar svo að hægt sé að vinna enn markvissar að árangri í samfélagsmálum í samvinnu við viðskiptafélaga og birgja. Niðurstöðurnar segja til um hvernig starfsemi Keflavíkurflugvallar gengur að uppfylla tilgang félagsins um að auka lífsgæði og velsæld á Íslandi og veita betri greiningu á úrbótatækifærum fyrir starfsemina. Markmiðið er að hámarka arðsemi og verðmætasköpun fyrirtækisins í gegnum alla virðiskeðjuna á sama tíma og unnið er markvisst að umbótum í umhverfis- og samfélagsmálum þar sem mannréttindi og lífsgæði fólks er í forgrunni.
Dæmi um jákvætt virði
- Atvinnusköpun af rekstri flugvallarins hefur áhrif á bætt lífskjör fólks og minnkar kostnað fyrir ríki og sveitarfélög vegna minna atvinnuleysis.
- Markviss uppbygging þekkingar hjá starfsfólki skilar ekki eingöngu hæfara starfsfólki fyrir fyrirtækið heldur einnig hæfari einstaklingum út á vinnumarkaðinn þar sem búið er að byggja upp þekkingu og kunnáttu þess. Aukin þekking skilar sér einnig í auknu öryggi á flugvellinum.
Dæmi um neikvætt virði
- Losun koltvíoxíðs CO2 hefur bæði neikvæð umhverfisleg áhrif og efnahagsleg áhrif.
- Starfsmannavelta hefur áhrif á kostnað við ráðningu og framleiðni þegar starfsmaður hættir og nýr tekur við. Atvinnuleysi hefur áhrif á samfélagslegan kostnað.
Til að gera sér betur grein fyrir áhrifum af virðissköpun Isavia ohf. er áhugavert að bera saman tekjurnar á árinu 2022 við samfélagslega virðissköpun sama árs. Tekjur Isavia ohf. voru 18,1 milljarður. Samfélagsleg virðissköpun af beinum rekstri Keflavíkurflugvallar var helmingi meiri eða 27,6 milljarðar. Fyrir hvern milljarð í tekjur skapast einn og hálfur milljarður í samfélagslega virðissköpun frá eigin rekstri.
Loftslagsmál
Við stefnum að því að vera orðin kolefnislaust fyritækið árið 2030. Við náum þeim árangri með samstarfi, virkri vöktun á umhverfisþáttum, orkuskiptum og með kolefnisjöfnun eftir þörfum. Við gerum okkur grein fyrir áhættu vegna loftslagsbreytinga og erum með aðgerðir í stefnunni til að bregðast við þeim.
Helstu aðgerðir:
- Skiptum út ökutækjum á Keflavíkurflugvelli fyrir umhverfisvænni orkugjafa fyrir lok árs 2030.
- Drögum úr heildarkolefnisspori Keflavíkurflugvallar í samstarf við hagaðila.
Við vöktum styrk ýmissa efna í andrúmslofti. Loftgæðamælar eru staðsettir á Keflavíkurflugvelli og í nærumhverfi hans. Mældur er styrkur nituroxíða (NO og NO2 ) sem eru þau skaðlegu efni sem einna helst þarf að hafa áhyggjur af við starfsemi vallarins. Mælingar sýna að styrkur þeirra er yfirleitt lítill og ávallt undir viðmiðunarmörkum. Loftgæðaspár sem hafa verið gerðar fyrir Keflavíkurflugvöll fyrir allt að 14,5 milljónir farþega á einu ári sýna að þrátt fyrir þann fjölda yrði styrkur nituroxíða undir viðmiðunarmörkum. Rauntímaupplýsingar loftgæðamæla á og við Keflavíkurflugvöll má finna á vefsvæðinu: www.loftgaedi.is
Loftlagsmál
Við erum meðvituð um þá ábyrgð sem hvílir á okkur varðandi loftslagsmál og losun gróðurhúsalofttegunda og vinnum með virkum og skipulögðum hætti að aðgerðum til þess að minnka kolefnisspor okkar og nýtum þekkingu okkar og reynslu við þróun nýrra og sjálfbærra lausna. Við ætlum að verða kolefnislaust fyrirtæki árið 2030 og vinnum eftir skýrri aðgerðaráætlun þar um.
Í starfsemi Isavia er eldsneytisnotkun veigamesti þátturinn er varðar losun gróðurhúsalofttegunda vegna beinnar orkunotkunar. Er hún að langstærstum hluta vegna þjónustu og viðhalds á brautum og athafnasvæðum flugvallanna. Umfang losunarinnar getur því verið sveiflukennt á milli ára. Við stefnum aðhöfum hafið orkuútskiptium í tækjum og búnaði Isavia. Hinsvegar Þó hafa ekki enn verið þróaðar tæknilausnir sem geta leyst af öll þau tæki sem við þurfum að nota við daglegan rekstur. Á meðan við bíðum, munum við nota lífdísil til að lækka kolefnisspor vegna eldsneytisnotkunarinnar þeirra.
Við kolefnisjöfnum alla beina losun í starfseminni auk þess að kolefnisjafna aðra rekstrarþætti sem falla utan umfangs 1, líkt og hiti og rafmagn, viðskiptaferðir starfsfólks og aðgerðir vegna förgunar sorps. Við það notumst við vottaðar kolefniseiningar samkvæmt kolefnisvottun Airport Carbon Accreditation.
Frá og með 2021 er kolefnisspor og aðferðafræði við útreikninga vottuð og staðfest af óháðum þriðja aðila skv. ISO 14064-3.
Kolefnisvottun Airport Carbon Accreditation
Alþjóðleg samtök flugvalla (ACI) standa saman að kerfi sem miðar að því að minnka kolefnislosun á flugvöllum. Keflavíkurflugvöllur er þátttakandi í þessu starfi og hefur lokið fjórða skrefi af sjö i í kolefnisvottun flugvallarins.
Isavia hefur sett sér aðgerðaráætlun í umhverfis- og loftslagsmálum. Meðal aðgerða í áætluninni er að meirihluti ökutækja sem keypt eru skuli vera vistvænn í þeim flokkum sem slíkt býðst. Dregið hefur verið úr notkun jarðefnaeldsneytis með kaupum á rafbílum og starfsmenn með meirapróf fara á vistakstursnámskeið.
Kolefnisvottunarkerfið, ACA (Airport Carbon Accreditation), metur hvort flugvellir séu að mæla kolefnislosun með réttum hætti og metur einnig árangur aðgerða til að minnka kolefnisspor þeirra. Markmiðið er að draga úr umhverfisáhrifum flugvalla með því að mæla kolefnislosun, stýra henni og minnka.
Það er yfirlýst markmið Isavia að starfsemi Keflavíkurflugvallar verði orðin kolefnislaus árið 2030. Þeim árangri verður náð með samstarfi við hagaðila, með virkri vöktun á umhverfisþáttum, orkuskiptum og með viðurkenndri kolefnisjöfnun eftir þörfum.
