Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Skipulagsmál

Skipu­lags­nefnd

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur umsjón með skipulagsmálum á sveitarstjórnarstigi og veitir lokaákvörðun um deili- og aðalskipulag flugvallarsvæðisins. Innviðaráðuneytið setur nefndinni starfsreglur samkvæmt skipulagslögum og tilheyrandi reglugerðum.

Ráðherra skipar fimm fulltrúa í nefndina: tvo frá sveitarfélögunum Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ, einn frá utanríkisráðuneytinu, og tvo án tilnefningar, þar af einn sem formaður. Skipunartími miðast við embættistíma ráðherra. Upplýsingar um nefndina og nefndarmenn má finna á vef Stjórnarráðsins en nefndin vinnur samkvæmt lögum nr. 65/2023. Tengiliður í Innviðaráðuneytinu er Friðfinnur Skaftason.

Isavia ohf. annast gerð skipulagstillagna fyrir flugvallarsvæðið, útvegar fundaraðstöðu, geymslu gagna og skrifstofuþjónustu fyrir nefndina. Erindi skulu sendast á [email protected].

Nánari upplýsingar