Skipulagsmál

Skipulagsnefnd
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur umsjón með skipulagsmálum á sveitarstjórnarstigi og veitir lokaákvörðun um deili- og aðalskipulag flugvallarsvæðisins. Innviðaráðuneytið setur nefndinni starfsreglur samkvæmt skipulagslögum og tilheyrandi reglugerðum.
Ráðherra skipar fimm fulltrúa í nefndina: tvo frá sveitarfélögunum Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ, einn frá utanríkisráðuneytinu, og tvo án tilnefningar, þar af einn sem formaður. Skipunartími miðast við embættistíma ráðherra. Upplýsingar um nefndina og nefndarmenn má finna á vef Stjórnarráðsins en nefndin vinnur samkvæmt lögum nr. 65/2023. Tengiliður í Innviðaráðuneytinu er Friðfinnur Skaftason.
Isavia ohf. annast gerð skipulagstillagna fyrir flugvallarsvæðið, útvegar fundaraðstöðu, geymslu gagna og skrifstofuþjónustu fyrir nefndina. Erindi skulu sendast á [email protected].
Nánari upplýsingar
2025
2024
2023
2022
2021
Hægt er að sækja um aðgang að eldri fundargerðum hjá skipulagsfulltrúa Isavia: [email protected]
Reglur
Keflavíkurflugvöllur - Skipulagsreglur
Skipulagsreglur Keflavíkurflugvallar - Greinagerð og skilmálar
Almennir skilmálar um úthlutun lóða á skipulagssvæði Keflavíkurflugvallar
Reglur um ráðstöfun og úthlutun lóða á skipulagssvæði Keflavíkurflugvallar
Gjaldskrár
Nr. 245/2018 – gatnagerðargjald á flugvallarsvæði A
Nr. 885/2018 – breytingu á samþykkt um gatnagerðargjald á flugvallarsvæði A
245/2018 og 885/2018 – samþykkt um gatnagerðargjald á flugvallarsvæðu A (samantekin)
Nr. 1032/2012 – fráveitugjald á Keflavíkurflugvelli
Nr. 899/2010 – samþykkt fráveitu á Keflavíkurflugvelli
Nr. 606/2024 – Isavia ohf. fyrir skipulagsvinnu og framkvæmdaleyfi á Keflavíkurflugvelli.
Nr. 1031/2012 – vatnsveitu á Keflavíkurflugvelli