Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Við leitum að samferðafólki til að gera góðan vinnustað enn betri

Ert þú klár í ferðalag til framtíðar? Ert þú klár í ferða­lag til fram­tíðar?

Á Keflavíkurflugvelli blómstrar stórt og fjölbreytt samfélag þar sem ólík og spennandi störf eru í boði. Hér stíga íslenskir ferðalangar sín fyrstu skref í átt að nýjum ævintýrum og erlendir gestir hefja Íslandsdvöl sína eða halda leið sinni áfram út í heim.

Störf í boði

Eig­um við sam­leið?

Hjá okkur hefur starfsfólk tækifæri til að eflast, þróast og nýta hæfni sína og styrkleika í starfi. Saman vinnum við að því að tryggja einstaka upplifun fyrir viðskiptavini okkar, farþegana og flugfélögin sem eiga leið um flugvöllinn.

Hvert og eitt okkar spilar lykilhlutverk í að skapa eftirminnilega upplifun fyrir ferðalanga og veita flugfélögum og samstarfsaðilum traustan stuðning.

Vertu hluti af öflugu teymi og taktu þátt í að móta framtíðina á einum stærsta og líflegasta vinnustað landsins. Tækifærin eru mörg og þú getur lagt þitt af mörkum, allt frá rekstri til þjónustu við gesti okkar. Hér fá nemendur líka tækifæri til að hefja farsælan starfsferil í umhverfi þar sem hvert hlutverk skiptir máli.

Af hverju Isa­v­ia?

  • Uppbyggileg fyrirtækjamenning sem gefur öllum pláss
    Við leggjum áherslu á að gefa öllum tækifæri til að njóta sín og blómstra. Þegar starfsfólkið okkar upplifir öryggi og traust til að vera það sjálft þá skapast alvöru framfarir.
  • Styrkleikamiðað vinnurými í takt við nútímalegar kröfur
    Vinnuaðstaðan er fjölbreytt og samræmist ólíkum kröfum starfsfólks. Þar eru róleg svæði til að einbeita sér og opin rými fyrir teymisvinnu sem eru öll búin nýjustu tækni.
  • Rútuþjónusta og framúrskarandi mötuneyti
    Starfsfólk hefur aðgang að samgöngum í og úr vinnu frá höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbæ. Mötuneytin okkar eru notaleg, með niðurgreiddar og næringarríkar máltíðir og gott kaffi.
  • Heilsuvernd sem ýtir undir heilbrigði og vellíðan
    Starfsfólk hefur aðgang að reglubundinni þjálfun og námskeiðum í stuðningsríku umhverfi. Einnig er boðið upp á heilsufarsskoðanir, líkamsræktarstyrki og fjölbreytta heilsueflingu.
  • Öflug liðsheild og fjörugt félagslíf
    Kraftmikill starfsandi okkar skín í gegn á tíð­um viðburðum starfsmannafélagsins. Það er alltaf eitthvað spennandi framundan sem vekur eftirvæntingu og hristir hópinn saman.
  • Fjölbreytt verkefni og tækifæri til vaxtar
    Við erum eitt stórt samfélag þrátt fyrir að sinna ólíkum hlutverkum. Starfsfólk hefur tækifæri til að skipta um umhverfi og vaxa í starfi eftir því hvar áhuginn liggur og hvernig starfsferlinum vindur fram.

Frekari upplýsingar

Viltu vita meira?