Rútur
Taktu rútuna til og frá Keflavíkurflugvelli. Tvö rútufyrirtæki sinna ferðum milli Reykjavíkur og flugvallarins: Flybus og Airport Direct. Við mælum með því að bóka miða fyrirfram.
Flybus
Flugrútan Flybus keyrir milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins samkvæmt tímatöflu. Brottfarir frá KEF eru í samræmi við komur allra flugfélaga og rútferðir tíðar.
Rútuferðin tekur um 45 mínútur frá KEF-RVK.
Rútumiði aðra leið kostar 3.899 kr. samkvæmt verðskrá BSÍ. Hægt er að kaupa miða í flugrútuna á netinu og í sjálfsölum á Keflavíkurflugvelli.
Farþegar geta leitað upplýsinga hjá upplýsingaborði Flugrútunnar sem er staðsett í komusal.
Hægt er að kaupa miða í Flugrútuna í sjálfsölum á Keflavíkurflugvelli en ekki um borð í rútunni.
Airport Direct
Airport Direct ekur á milli Keflavíkurfluvallar og umferðarmiðstöðvar Airport Direct, Reykjavik Terminal sem er staðsett í Skógarhlíð 10, 105 Reykjavik. Allar brottfarir eru samkvæmt tímatöflu.
Rútan stöðvar einu sinni á leiðinni, í Hamraborg, Kópavogi. Möguleiki er á að bæta við tengingu við hótel og strætóstoppistöðvar þar sem farþegar eru sóttir eða skutlað á það hótel sem þeir óska eftir.
Rútuferðin tekur um 45 mínútur frá KEF-RVK.
Rútumiði aðra leið kostar 3.899 kr. samkvæmt verðskrá Airport Direct. Hægt er að kaupa miða í flugrútuna á netinu og hjá upplýsingaborði Airport Direct á Keflavíkurflugvelli.