Hvað þarf ég að huga að
Það er margt sem þarf að hafa í huga til að tryggja að ferðalagið verði sem ánægjulegast. Hér eru nokkur mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga:
Leiðarvísir fyrir farþega
Það er margt sem þarf að hafa í huga til að tryggja að ferðalagið verði sem ánægjulegast. Hér eru nokkur mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga.
Með því að hafa þessi atriði í huga geturðu verið betur undirbúin/n fyrir ferðalagið þitt og notið þess betur.
Unidrbúningur farþega
Á leið á flugvöllinn? Notaðu þennan lista til aðstoðar.
Gakktu úr skugga um að vegabréfið þitt, vegabréfsáritun og ferðatryggingar séu í gildi. Ef þú ert að ferðast utan Schengen-svæðisins verður þú beðin/n um að sýna vegabréfið þitt við brottför og aftur við komuna til landsins. Vinsamlegast skoðaðu einnig leiðbeiningar Tollstjóra um innflutning á vörum og hlutum til Íslands.
Allur vökvi þarf að vera í sérstökum glærum plastpoka sem hægt er að loka og má hver eining í pokanum vera 100 millilítrar eða minna. Heildarmagnið í pokanum þarf að vera undir einum lítra. Þú getur fengið plastpoka fyrir vökvann áður en þú ferð í gegnum öryggisleit. Farþegar mega hafa rafsígarettur meðferðis og taka þær með í handfarangri (ekki í innrituðum farangri).
Við hvetjum farþega að mæta tímanlega þar sem raðir geta myndast á álagstímum. Fljótlegasta leiðin er að innrita sig á netinu eða í appi heiman fyrir og/eða í sjálfsafgreiðsluvélum okkar í innritunarsalnum. Við í samstarfi við flugfélögin gerum okkar besta til að tryggja góða upplifun af ferlinu. Einnig hægt að innrita sig á flugvellinum. Nánari upplýsingar um innritun.