Hvernig virkar Autopay?
Hvernig greiði ég fyrir bílastæði með Autopay?
- Þú keyrir inn á stæðið og myndavélakerfið tekur mynd af bílnúmerinu. Ekki er þörf á að taka miða.
- Við brottför er keyrt út af stæðinu og myndavél tekur aftur mynd af bílnúmerinu.
- Ef þú ert með reikning hjá Autopay þarftu ekkert að gera því þá er skuldfært sjálfvirkt af kortinu.
- Ef þú ert ekki með reikning og skráð kort hjá Autopay þarftu að fara hér inn og borga stöðugjaldið.
- Ef ekki er greitt fyrir stæðið
Við minnum á að það er alltaf hagstæðast að bóka stæði fyrirfram.
Smelltu hér til að bóka bílastæði
Meira um Autopay
Autopay einfaldar ferlið við lagninu. Þú einfaldlega ekur inn á bílastæðið og leggur bílnum. Myndavél á svæðinu les bílnúmerið og telur tímann sem bílnum er lagt á svæðinu. Kerfið greiðir svo sjálfkrafa fyrir þjónustuna. Hafa ber í huga að þessi leið er eingöngu í boði ef notandi hefur stofnað Autopay reikning og skráð kortaupplýsingar sínar.
Já, það er hægt að greiða í greiðsluvél sem staðsett er á svæðinu. Fyrstu 15 mínúturnar á sólarhring eru fríar. Eftir það er rukkað fyrir bílastæðagjald samkvæmt gjaldskrá.
Já það er hægt að greiða í heimabanka. Ef ekki er greitt innan 48 klukkustunda verður greiðsluseðill sendur í heimabankann. Allir reikningar sem sendir eru í heimabanka er hægt að nálgast í rafrænum skjölum.
1.490 kr. þjónustugjaldi er bætt ofan á bílastæðagjaldið.
Hér er hægt að skoða verðskrá. Við vekjum athygli á því að fyrstu 15 mínúturnar eru fríar innan sólarhrings. Eftir það er rukkað samkvæmt gjaldskrá.
Það er auðvelt að leggja bílnum með Autopay. Þú ekur inn á bílastæðið, sinnir þínum erindum og ekur síðan út. Enginn pappír, engir QR kóðar og engar biðraðir.
Það eru nokkrar leiðir til að greiða fyrir bílastæði:
- Með AutoPay appinu - smelltu hér til að sækja
- Með Parka appinu - smelltu hér til að sækja
- Á vefnum okkar eða á vef Autopay.io
- Í greiðsluvélum innan í flugstöðinni
- Með því að tengja kort við Autopay reikning á heimasíðu þeirra
- Eftir að þú keyrir út með því að smella hér. Þú hefur 48 tíma til að greiða eftir að þú ekur út af stæðinu.
Þú getur alltaf skoðað kvittanirnar þínar á Autopay.io.
Við minnum gesti á að nýta sér greiðslumöguleika Autopay áður en ekið er út til að komast hjá óþarfa kostnaði.
Ef ekki er greitt innan 48 klst. frá útkeyrslu mun reikningur birtast í heimabanka að viðbættu 1.490 kr. þjónustugjaldi.
Hafa ber í huga að 48 klukkustundum liðnum verður ekki lengur hægt að greiða í gengum Autopay eða Parka appið og viðkomandi fær sendan greiðsluseðil í heimabankann sinn.
1.490 kr. þjónustugjaldi er bætt ofan á bílastæðagjaldið.
Ekki er nauðsynlegt að bóka bílastæði til þess að fá aðgang að bílastæðum Keflavíkurflugvallar. Sért þú að fara til útlanda, þá mælum við með því til þess að tryggja sér stæði.
Allar nánari og ítarlegri upplýsingar er hægt að nálgast á hjálparsíðu Autopay: help.autopay.io/kb/en eða með því að hafa samband við KEF Parking á [email protected]