Beint í efni
Keflavíkur Flugvöllur

Aðstoð á flugvellinum - PRM

Við á Keflavíkurflugvelli gerum okkar besta til að gera ferðalagið sem auðveldast fyrir gesti okkar og sérstaklega þá sem þurfa á aukinni aðstoð að halda. Hér að neðan er farið yfir helstu þætti PRM þjónustunnar og spurningar sem gætu vaknað.

Hvern­ig fæ ég að­stoð?

Við bókun flugferðar 

Við bókun flugferðar er hægt að óska eftir séraðstoð fyrir fólk með skerta ferðafærni hjá viðkomandi flugfélagi. Sjá upplýsingar um þjónustu flugfélaga hér fyrir neðan.

Mikilvægt er að muna láta flugfélagið vita um óskir um séraðstoð að minnsta kosti 48 tímum fyrir brottför.

Séraðstoðin fylgir flugfarþegum frá upphafi til enda ferðar sé þess óskað og er farþegum að kostnaðarlausu. Þjónustan býðst allt frá því að farþegar koma á flugvöllinn, þar til í sæti flugvélar og eftir lendingu að samgöngutæki á flugvallarsvæðinu.

FAQ

Þarftu aðstoð?

PRM farþegum býðst aðstoð á flugvellinum þeim að kostnaðarlausu.

Þjónusta flugfélaga

Eftirfarandi flugfélög fljúga til og frá KEF. Þjónustan er bókuð hjá þeim.