Aðstoð á flugvellinum - PRM
Við á Keflavíkurflugvelli gerum okkar besta til að gera ferðalagið sem auðveldast fyrir gesti okkar og sérstaklega þá sem þurfa á aukinni aðstoð að halda. Hér að neðan er farið yfir helstu þætti PRM þjónustunnar og spurningar sem gætu vaknað.

Hvernig fæ ég aðstoð?
Við bókun flugferðar
Við bókun flugferðar er hægt að óska eftir séraðstoð fyrir fólk með skerta ferðafærni hjá viðkomandi flugfélagi. Sjá upplýsingar um þjónustu flugfélaga hér fyrir neðan.
Mikilvægt er að muna láta flugfélagið vita um óskir um séraðstoð að minnsta kosti 48 tímum fyrir brottför.
Séraðstoðin fylgir flugfarþegum frá upphafi til enda ferðar sé þess óskað og er farþegum að kostnaðarlausu. Þjónustan býðst allt frá því að farþegar koma á flugvöllinn, þar til í sæti flugvélar og eftir lendingu að samgöngutæki á flugvallarsvæðinu.
Þarftu aðstoð?
PRM farþegum býðst aðstoð á flugvellinum þeim að kostnaðarlausu.
PRM stendur fyrir „Persons with Reduced Mobility“ sem er yfirhugtak yfir einstaklinga með fötlun og/eða skerta hreyfigetu sem þarfnast aðstoðar við að komast um flugvöll og úr eða í flugvél.
Mikilvægt er að tilkynna flugfélagi, umboðsaðila hans eða ferðasala, um þörf þína fyrir aðstoð með a.m.k. 48 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma flugs. Tilkynnið einnig ef þið ætlið að ferðast með hjálpartæki eða þjónustudýr.
Best er að panta þjónustuna þegar verið er að bóka farmiðann en ef það gleymist, eða ákveðin þjónustuþörf er ekki í boði í bókunarferlinu, skal hafa samband við flugfélagið með símtali eða tölvupósti.
Það er á ábyrgð flugfélagsins að senda PRM beiðnina þína með a.m.k. 36 klst. fyrir áætlaðan brottfarartíma flugs. Flugfélagið sem þú ferðast með sér um að bóka PRM þjónustuna á bæði brottfarar- og komuflugvöllum ferðar þinnar. Ef þjónustubeiðni berst ekki flugvellinum með þessum fyrirvara getur orðið bið á þjónustunni.
Við mælum með að gestir sem óska eftir séraðstoð séu komnir á flugvöllinn 2,5 klukkustundum fyrir brottför. Hægt er að fá séraðstoð allt frá bílastæði eða biðstöð flugrútu og leigubíls.
Einkabíll
Farþegi með stæðiskort fyrir hreyfihamlaða getur farið á eigin bíl og lagt í stæði við flugstöðina. Nokkrir aðilar bjóða upp á bílastæðaþjónustu á Keflavíkurflugvelli og er þá bíllinn færður án þjónustugjalds frá flugstöð á langtímastæði og honum skilað aftur við komustæði við heimkomu. Panta þarf þjónustuna fyrirfram. Greitt er fyrir stæðið samkvæmt gjaldskrá viðkomandi fyrirtækis en betra verð getur fengist ef pantað er á netinu og tímanlega.
Segllyfta er í boði á Keflavíkurflugvelli, fyrir þá sem kjósa afnot af henni þegar farið er um borð eða frá borði flugfars. Æskilegt er að beiðni um afnot af lyftunni berist með beiðni um PRM þjónustu, en einnig er hægt að óska eftir henni við upphaf þjónustunnar.
Flugrúta
Hreyfihamlaðir farþegar geta pantað akstur hjá Kynnisferðum gegnum svokallaða Flybus+ þjónustu, sem útvegar leigubíl á verði flugrútumiða. Panta þarf farið með a.m.k. 48 klst. fyrirvara og taka þarf fram hvort farþegi þurfi á bíl með ramp eða lyftu að halda. Allir farþegar í bílnum þurfa að kaupa flugrútumiða.
Leigubíll
Panta þarf leigubíl með rampi eða lyftu með fyrirvara enda eru þeir fáir á götunum.
Strætó
Vagnar Strætó sem ganga á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar eru ekki aðgengilegir fyrir hreyfihamlaða einstaklinga.
Við brottför er hægt að fá séraðstoð við að komast leiðar sinnar allt frá því að komið er á flugvöllinn og þar til er sest í flugsætið. Þetta er m.a. aðstoð við:
- Komast frá tilgreindum komustað á Keflavíkurflugvelli að innritunarborði.
- Innritun og innritaður farangur
- Komast frá innritunarborði að flugvél eftir að hafa farið í gegnum öryggisleit og landamæraeftirlit ef við á.
- Sækja fyrir fram pantaðar vörur í Ísland Duty Free.
- Komast að salerni.
- Fara um borð í flugvél með hjálp hjólastóls, lyftu eða annarrar aðstoðar eftir því sem við á.
- Koma handfarangri fyrir í flugvél.
Við komu á flugvöllinn skaltu láta vakstjóra PRM þjónustu vita af komu þinni með einum af eftirfarandi hætti:
- Í kallkerfi á sérmerktu bílastæði brottfaramegin við norðurhlið flugstöðvar.
- Við innritunarborð afgreiðsluaðila viðkomandi flugfélags.
- Í þjónustuveri í brottfararsal, hér finnur þú kort af staðsetningu þjónustuvers. Þjónustuverið er opið frá kl. 3 eftir miðnætti og til kl. 23 alla daga vikunnar. Utan opnunartíma er farþegum beint að kallstaur sem er staðsettur við inngang móttökunnar þar sem hægt er að kalla eftir PRM þjónustu.
- Við brottför býðst þér aðstoð við að komast leiðar þinnar allt frá því að þú kemur á flugvöllinn og þar til þú sest í flugsætið þitt.
Mikilvægt er að þú látir vita af þér þó að þú þurfir ekki aðstoð alla leið í gegnum flugstöðina. Þannig veit vakstjóri PRM þjónustu af þér, veit hverjar óskir þínar og þarfir eru og þið getið skipulagt þjónustuna saman.
Við komu eða millilendingu býðst þér aðstoð við að komast leiðar þinnar allt frá flugsætinu þínu að næsta ferðamáta innan svæði flugvallarins.
Starfsmenn PRM þjónustu eru reiðubúnir að aðstoða þig við að:
- Ná í handfarangurinn þinn
- Fara frá borði flugvélar með hjálp lyftu, hjólastóla eða annarra aðstoðar eftir því sem við á
- Komast á salerni
- Komast frá flugvél, í gegnum landamæraeftirlit ef við á, sækja farangur og fara í gegnum tollskoðun
- Komast frá komusal að næsta ferðamáta innan svæði flugvallar
- Ná næsta tengiflugi
Starfsfólk PRM þjónustu geta aðstoðað þig við að sækja vörur í Ísland Duty Free ef þú hefur nýtt þér Dutyfree Express þjónustuna. Hún stendur eingöngu brottfarafarþegum til boða. Mikilvægt er að koma með pöntunarnúmerið þegar þú sækir vörurnar. Panta þarf vörur með að a.m.k. sólarhrings fyrirvara. Ekki er mælt með því að panta vörur með meira en viku fyrirvara. Frekari aðstoð við verslun er veitt af starfsfólki verslana.
Starfsmenn PRM veita ekki aðstoð:
- Við að borða og/eða drekka
- Við meðhöndlun og/eða inntöku lyfja, sama í hvaða formi þau eru
- nni á salerni
- Við persónuleg hreinlætisþrif
- Við að versla á veitingastöðum eða í verslunum (fyrir utan að sækja Dutyfree Express pöntun fyrir eingöngu brottfarafarþega)
Til að tryggja að allt gangi vel fyrir sig og ferðalagið þitt verði eins þægilegt og mögulegt er, þá er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:
- Vertu raunsæ/-r á eigin þarfir, sérstaklega ef þú getur ekki gengið langar vegalengdir án aðstoðar. Fjarlægðin á milli innritunarborðs og flugvélar getur verið mjög löng.
- Athugaðu hvort flugfélagið eða ferðaskrifstofan getur uppfyllt þarfir þínar.
- Ekki gera ráð fyrir að aðstoð sé í boði fyrirvaralaust. Pantaðu þjónustuna með a.m.k. 48 klukkutímum fyrir áætlaðan brottfarartíma.
- Ekki gera ráð fyrir að starfsmenn PRM þjónustu viti hvernig best er að lyfta eða færa þig, þó þeir hafi þjálfun í því. Best er að leiðbeina þeim um hvað hentar þér.
Samkvæmt alþjóðasáttmálum og EU lögum þá eru takmarkanir á bótum fyrir týndan eða ónýtan farangur, sem gildir einnig um hjálpartæki. Það getur haft í för með sér að sú fjárhæð mun ekki fullgreiða kostnaðinn fyrir viðgerðir eða nýtt hjálpartæki. Það er mælt með að þú athugir tryggingarnar þínar áður en þú ferðast og gangir úr skugga um að þær geti tryggt hjálpartækið þitt.
Samkvæmt alþjóðasáttmálum og EU lögum þá eru takmarkanir á bótum fyrir týndan eða ónýtan farangur, sem gildir einnig um hjálpartæki. Það getur haft í för með sér að sú fjárhæð mun ekki fullgreiða kostnaðinn fyrir viðgerðir eða nýtt hjálpartæki. Það er mælt með að þú athugir tryggingarnar þínar áður en þú ferðast og gangir úr skugga um að þær geti tryggt hjálpartækið þitt.
- WCHR: fyrir farþega sem geta ekki gengið langar vegalengdir.
- WCHS: fyrir farþega sem geta ekki gengið upp og/eða niður tröppur.
- WCHC: fyrir farþega sem geta ekki gengið.
- DEAF: fyrir farþega sem eru með heyrnaskerðingu eða eru heyrnalausir.
- BLND: fyrir farþega sem eru með sjónskerðingu eða eru blindir.
- DEAF/BLND: fyrir farþega sem bæði eru blindir og heyrnalausir.
- DPNA: farþegi með vitsmuna- og/eða þroskaskerðingu.
Flugvöllurinn aðhyllist þá stefnu að líta skuli á hreyfihamlaða farþega („PRM-farþega“) sem einstaklinga með mismunandi sérþarfir og þjónustuþarfir. Flugvöllurinn leitast við að veita sérhverjum PRM-farþega sérþjónustu, sniðna að hans þörfum, með virðingu og án mismununar og að taka tillit til óska einstaklingsins um sjálfstæði.
Þjónusta flugfélaga
Eftirfarandi flugfélög fljúga til og frá KEF. Þjónustan er bókuð hjá þeim.
Þjónustusímar:
Írland: (353) 1 886-2009
Norður Ameríka: (877) 351-6882
Operated by Airport Associates
Operated by Icelandair
Þjónustusími: (+45) 7012 8022.
Special assistance - Czech Airlines
Tel:
Customer Helpline +420 284 000 602
Departures and Arrivals +420 284 000 604
Online booking assistance +420 284 000 605
Online check-in assistance +420 284 000 606
Tel: 800 984 8935
Tel: (+44) 158 227 714
Tel: (+358) 9 818 0800
Tel: +354 50 50 100.
Service center is open from 7:00 - 16:00 during weekends and from 7:00 to 17:00 during weekdays, except during public holidays.
Tel: +44 (0)203 059 8337
- Neos
Requests for special assistance are made via E-mail: [email protected]
Tel: 1-844-278-8667
- Operated by Airport Associates
Tel: +354 539-0640
E-mail: [email protected]
Önnur þjónusta
Flýtileið að hagnýtum upplýsingum um þjónustu á flugvellinum.