Með bíl
Ertu að skutla eða sækja?
Við bjóðum nokkra valkosti þegar kemur að því að skutla eða sækja á völlinn. Betri stæðin okkar, P1 & P2 henta vel til að sækja og skutla farþegum. Fyrstu 15 mínúturnar á P1 bílastæðum og fyrstu 30 mínúturnar á P2 á hverjum sólarhring eru fríar en eftir það gildir verðskráin okkar. Eftir að gjaldfrjálsum tíma líkur hefst gjaldtaka og miðast hún við tíma innaksturs.

Bílastæðin okkar
Við Keflavíkurflugvöll eru fimm tegundir bílastæða og gjaldsvæða:
- P1 – Betri stæði
Betri stæðin eru staðsett við innritunarsalinn. Þessi stæði henta vel fyrir þau sem vilja leggja nálægt flugstöðinni bæði fyrir styttri eða lengri ferðir. Þessi stæði eru sömuleiðis með snjóbræðslu. - P2 – Sækja úr flugi Sótt úr flugi bílastæðin eru staðsett komumegin við flugstöðina og henta sérstaklega vel þegar sækja á farþega úr flugi. Fyrstu 30 mínúturnar á P2 eru gjaldfrjálsar, sem gefur góðan tíma til að taka á móti farþegum í komusal.
- P3 – Almenn stæði
Þetta er hagkvæmasta svæðið okkar og hentar vel fyrir þá sem eru að fara í lengri ferðir. - Úrvalsstæði
Úrvalsstæðin okkar er sú þjónusta sem býður upp á mestu þægindin. Þú leggur bílnum í sérstaklega merkt bílastæði alveg upp við innritunarsal flugstöðvarinnar. Lyklunum er skilað í lyklabox við brottfararsal og starfsfólk okkar leggur bílnum þínum í öruggt stæði. Við heimkomu mun síðan bíllinn þinn bíða við sama stæði og hann var lagður í upphaflega. - Renna við brottfararinngang – Skutlað í flug
Rennan (við brottfararinngang) er ætluð þeim sem þurfa að aka upp að flugstöðinni og stöðva í stutta stund til þess að hleypa út farþegum, losa farangur eða annan farm. Gjald tekið af þeim bílum sem eru lengur en 5 mínútur á rennusvæðinu.
