Bílastæði - helstu upplýsingar
Að greiða fyrir bílastæði
1: Autopay - greiddu á vef eða í appi áður en þú ekur út
Einfaldast er að greiða fyrir bílastæðið með því að skrá bílinn og greiðslukort á vefsíðunni https://autopay.io/ eða í Autopay appinu sem þú getur einnig sótt á https://autopay.io/. Þannig greiðir þú sjálfkrafa við útakstur.
Þegar þú hefur sett upp aðgang að Autopay þá er einfalt að leggja við Keflavíkurflugvöll. Þú keyrir inn, sinnir þínum erindum og keyrir síðan út. Engar sektir, engir miðar og engar raðir.
2: Greiddu eftir að þú ekur út - þú hefur 48 klukkustundir til þess að greiða eftir útakstur
Greiddu eftir að þú ekur út af bílastæðinu með því að slá inn bílnúmerið. Smelltu hér til þess að skrá inn bílnúmer og greiða. Þú hefur 48 klukkustundir til þess að greiða, eftir að þú ekur út af bílastæðinu. Sé ekki greitt inna 48 klukkustunda verður reikningur sendur að viðbættu þjónustugjaldi.
3: Greiddu með Parka appinu
Notendur með Parka appið geta notað það til þess að greiða fyrir bílastæði á Keflavíkurflugvelli.
4: Greiðsluvélar
Einnig má greiða fyrir bílastæði í greiðsluvélum innan flugvallarsvæðisins.
5: Bókaðu fyrir fram
Á www.kefairport.is/thjonusta/bilastaedi getur þú bókað bílastæði fyrir fram og greiðist þá sjálfkrafa fyrir bílastæðið við útkeyrslu.