Vertu með okkur í sumar!Vertu með okkur í sumar!
Upplifðu fjölbreytt og spennandi verkefni á líflegum vinnustað. Við leitum að um 300 einstaklingum til að ganga til liðs við okkur og þjónusta gesti okkar og viðskiptafélaga yfir sumarmánuðina. Sumarstörf á Keflavíkurflugvelli eru kjörið tækifæri til að öðlast reynslu í alþjóðlegu umhverfi.
Ráðningarferlið
Umsóknir eru metnar um leið og þær berast, ráðningar hefjast því áður en umsóknarfrestur rennur út. Við hvetjum alla áhugasama einstaklinga, óháð kyni eða uppruna til að sækja um sem fyrst.
Fjölbreytt störf í boði
Starfsfólk í öryggisleit er í framlínunni og tryggir öryggi gesta. Þetta er lykilhlutverk sem hefur áhrif á fyrstu upplifun gesta af flugstöðinni. Starfið krefst nákvæmni, agaðra vinnubragða og þjónustulundar. Ef þú sérð gildi í að skapa öryggi og traust er þetta starf fyrir þig. Allir þurfa að ljúka námskeiði í flugvernd áður en starfið hefst. Unnið er á vöktum og þú verður hluti af faglegu og sterku teymi.
Eftirlitsstarfið snýst um að tryggja öryggi á öllum svæðum. Þú ert alltaf á ferðinni og ferðast vítt um flugvallarsvæðið og sérð allt að gerast. Starfið krefst ábyrgðar, góðrar yfirsýnar og samskiptafærni. Þeir sem hefja störf þurfa að ljúka námskeiði í flugvernd. Bílpróf er nauðsynlegt og unnið er á vöktum. Teymisvinna er mikilvægur hluti starfsins.
Í gátstöðvum er sinnt öryggisleit á starfsfólki, bifreiðum og vörum. Starfið er fjölbreytt og mikilvægt fyrir öruggan rekstur KEF. Góð samskiptahæfni og vandvirkni eru lykilatriði í þessu starfi. Þeir sem hefja störf ljúka námskeiði í flugvernd áður en byrjað er. Bílpróf er nauðsynlegt og unnið er á vöktum.
Starfsfólk í farþegaþjónustu tryggir stuðning við alla farþega. Þjónustan nær til þeirra sem þurfa sérhæfða aðstoð, svo sem farþega með skerta hreyfigetu, auk upplýsingagjafar og aðstoðar fyrir aðra farþega. Góð samskiptahæfni, frumkvæði og þjónustulund eru lykilatriði í þessu starfi. Allir þurfa að ljúka fjögurra daga þjálfun til að öðlast réttindi fyrir starfið. Unnið er á vöktum í líflegu og fjölbreyttu starfsumhverfi. Ef þú vilt bæta upplifun farþega, er þetta kjörið starf fyrir þig.
Í þessu starfi sérð þú um söfnun á farangurskerrum og innkaupakörfum innan og utandyra. Þú heldur einnig utan um sótthreinsun veiðibúnaðar og veitir upplýsingar til gesta. Ef þú býrð yfir skipulagshæfni og þjónustulund, þá er þetta starfið fyrir þig. Unnið er í vaktavinnu.
Farþegaakstur snýst um að flytja farþega á öruggan hátt á milli svæða. Önnur verkefni geta verið viðhald og þrif rúta og aðstoð á flugvallarsvæðinu. Umsækjendur þurfa meirapróf (D-réttindi) til að sinna starfinu og unnið er á vöktum.
Flugvallarþjónustan sér um rekstur og viðhald flugvallarsvæðisins. Þú sérð um flugbrautir, mannvirki og björgunar- og slökkvistörf. Starfið krefst verkvits, sjálfstæðis og drifkrafts í verkefnum. Bílpróf er skilyrði. Unnið er virka daga kl. 8-16 í góðu teymi.
Í þessu starfi tryggir þú að búnaður og tæki á vellinum virki rétt. Þú bregst hratt við bilunum og vinnur að fyrirbyggjandi viðhaldi. Verkvitið, skipulagshæfni og frumkvæði eru skilyrði í þessu starfi. Bílpróf er skilyrði og unnið er á vöktum.
Í bílastæðaþjónustu hjálpar þú viðskiptavinum og tryggir góða upplifun sem og að allt gangi vel. Þú sinnir einnig tilfærslu ökutækja og öðrum þjónustuverkefnum. Þetta starf hentar þeim sem hafa góða þjónustulund og samskiptahæfni. Bílpróf er skilyrði, og vaktavinna býður upp á fjölbreytt verkefni.
Í APOC stjórnstöðinni samhæfir þú rekstur flugvallarins í rauntíma. Þú sérð um úthlutun flugvélastæða og fylgist með kerfum og búnaði. Við leitum að þeim sem hafa tæknifærni og njóta þess að vinna í teymi. Vaktavinna býður upp á spennandi og fjölbreytta vinnudaga.
Aðstoðarfólk í mötuneyti sér um matargerð og þjónustu við starfsfólk. Þú framreiðir, sérð um salatbar og tryggir gæði og vellíðan á vinnustaðnum. Þjónustulund, nákvæmni og samstarfshæfni eru lykilatriði. Unnið er á vöktum í góðu vinnuumhverfi þar sem samvinna skiptir öllu máli.
Starfið felur í sér að leysa bilunar- og frávikamál á flugvallarbúnaði. Þú tryggir rekstraröryggi og sérð til þess að allt virki eins og skyldi. Námskeið í upphafi tryggir nauðsynlega þjálfun og undirbúning. Unnið er á vöktum í teymi sem leggur áherslu á skilvirkni og öryggi.
Í notendaþjónustu sérð þú um þjónustu við notendur og tölvubúnað. Uppsetning og viðhald á vél- og hugbúnaði, aðstoð við kerfisstjóra og önnur tilfallandi verkefni eru hluti af starfinu. Góð þekking á Microsoft lausnum og IP-kerfum er kostur. Starfið hentar þeim sem hafa þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð, vinnutími er virka daga kl. 8-16.